Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2023 11:31 Angela hefur rannsakað gervigreind ítarlega og segir að hún sé einfaldlega komin til að vera. Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira