Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri að eldurinn hafi verið bundinn við tæki fyrir utan húsið.
„Það barst tilkynning um mikinn eld og reyk en þegar slökkviliðið mætti á staðinn var húsið þó ekki talið í hættu.“
Að sögn Gunnars réð slökkviliðið niðurlögum eldsins tiltölulega fljótt. Engin slys urðu á fólki.
„Það voru engin slys eða tjón eða neitt slíkt. Þeir voru nokkuð fljótir að afgreiða þetta og það þurfti ekki að kalla út aukalið.“