Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 22:01 Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. karlmennskan.is „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein