„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Máni Snær Þorláksson skrifar 28. mars 2023 18:33 Helga Vala Helgadóttir var á meðal þeirra sem bar af sér sakir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra óskaði eftir því á Alþingi í dag að tengingar einstaklinga á Alþingi, þá sérstaklega innan allsherjar- og menntamálanefndar, við hælisleitendur yrðu skoðaðar. „Var mögulegt að einhverjir hefði komuð að borðinu áður með vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar? Hafa mönnum borið einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt? Þetta eru kannski atriði sem væri ástæða til þess að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt hafi við rök að styðjast,“ sagði Jón í ræðu sinni. „Ég er orðin svo leið á þessu“ Alls komu fjórir meðlimir allsherjar- og menntamálanefndar upp í pontu í kjölfar þessara ummæla og báru af sér sakir. Það voru þau Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna og Eyjólfur Ármannsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi nefndarinnar, bar einnig af sér sakir. Fjallað var málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Helga Vala var fyrst til að bera af sér sakir og sagði að sér væri mjög brugðið: „Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, ég er orðin svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að ég bara óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði.“ Arndís Anna fór næst upp í pontu. Hún sagði að „viðurstyggileg orð“ dómsmálaráðherra væru að mörgu leyti ekki svaraverð en að henni hafi hins vegar þótt rétt að bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt frá Alþingi. Aldrei. Og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís svo. „Mig langar til þess að spyrja þingmenn meiri hlutans og hæstvirta ráðherra í þessari ríkisstjórn: Hversu lengi ætlið þið að láta þetta ganga yfir ykkur? Svona framkomu? Ég bara spyr. Hvað þarf til? Hvað þarf til?“ Væri stórmannlegt að draga ummælin til baka Sigmar tók til máls á eftir Arndísi og fór fram á að dómsmálaráðherra biðji Allsherjar- og menntamálanefnd afsökunar. Hann sagði að svona lagað ætti ekki að heyrast á Alþingi, raunar ætti enginn að tala með þessum hætti: „Það væri stórmannlegt að koma til baka og draga þessi ummæli til baka. Við getum síðan haldið áfram að tala um hið efnislega varðandi það sem snýr að lögbroti hæstvirts ráðherra. Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á reyndar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með svona hætti um samstarfsmenn sína, hvað þá þegar menn eiga sæti í einni af fastanefndum þingsins.“ Jódís var næst og benti á að í nefndinni eru bæði fulltrúar frá minnihlutanum og meirihlutanum. Þó svo að sýn nefndarmeðlima sé ólík þá leggja sig allir fram við að vinna faglega. Hún sagði að orð dómsmálaráðherra væru óboðleg og bar af sér sakir. Að lokum kom Eyjólfur upp í ræðustól. Hann sagðist telja að þetta væri einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Þá sagði hann dómsmálaráðherra hafa þyngt vinnuna í nefndinni „alveg ótrúlega mikið“ þar sem nefndin hefur ekki fengið gögn sem hún á að fá. Þykir leitt að hafa ekki verið skýrari Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um ummælin en hann gerir það í færslu sem hann birtir á Facebokk-síðu sinni. „Það var ekki rétt af mér í ræðustól Alþingis að vitna til orðróms sem hefur verið í gangi – enda hef ég ekki lagt slíkt í vana minn,“ segir Jón í færslunni. „Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála.“ Jón segist hafa kallað eftir því að umræddur orðrómur yrði skoðaður þar sem að um alvarlegt mál væri að ræða ef hann reynist sannur. Það hafi hins vegar ekki hvarflað að honum að ásaka neinn um að hafa þegið mútur. „Mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra óskaði eftir því á Alþingi í dag að tengingar einstaklinga á Alþingi, þá sérstaklega innan allsherjar- og menntamálanefndar, við hælisleitendur yrðu skoðaðar. „Var mögulegt að einhverjir hefði komuð að borðinu áður með vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar? Hafa mönnum borið einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt? Þetta eru kannski atriði sem væri ástæða til þess að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt hafi við rök að styðjast,“ sagði Jón í ræðu sinni. „Ég er orðin svo leið á þessu“ Alls komu fjórir meðlimir allsherjar- og menntamálanefndar upp í pontu í kjölfar þessara ummæla og báru af sér sakir. Það voru þau Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna og Eyjólfur Ármannsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi nefndarinnar, bar einnig af sér sakir. Fjallað var málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Helga Vala var fyrst til að bera af sér sakir og sagði að sér væri mjög brugðið: „Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, ég er orðin svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að ég bara óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði.“ Arndís Anna fór næst upp í pontu. Hún sagði að „viðurstyggileg orð“ dómsmálaráðherra væru að mörgu leyti ekki svaraverð en að henni hafi hins vegar þótt rétt að bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt frá Alþingi. Aldrei. Og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís svo. „Mig langar til þess að spyrja þingmenn meiri hlutans og hæstvirta ráðherra í þessari ríkisstjórn: Hversu lengi ætlið þið að láta þetta ganga yfir ykkur? Svona framkomu? Ég bara spyr. Hvað þarf til? Hvað þarf til?“ Væri stórmannlegt að draga ummælin til baka Sigmar tók til máls á eftir Arndísi og fór fram á að dómsmálaráðherra biðji Allsherjar- og menntamálanefnd afsökunar. Hann sagði að svona lagað ætti ekki að heyrast á Alþingi, raunar ætti enginn að tala með þessum hætti: „Það væri stórmannlegt að koma til baka og draga þessi ummæli til baka. Við getum síðan haldið áfram að tala um hið efnislega varðandi það sem snýr að lögbroti hæstvirts ráðherra. Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á reyndar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með svona hætti um samstarfsmenn sína, hvað þá þegar menn eiga sæti í einni af fastanefndum þingsins.“ Jódís var næst og benti á að í nefndinni eru bæði fulltrúar frá minnihlutanum og meirihlutanum. Þó svo að sýn nefndarmeðlima sé ólík þá leggja sig allir fram við að vinna faglega. Hún sagði að orð dómsmálaráðherra væru óboðleg og bar af sér sakir. Að lokum kom Eyjólfur upp í ræðustól. Hann sagðist telja að þetta væri einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Þá sagði hann dómsmálaráðherra hafa þyngt vinnuna í nefndinni „alveg ótrúlega mikið“ þar sem nefndin hefur ekki fengið gögn sem hún á að fá. Þykir leitt að hafa ekki verið skýrari Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um ummælin en hann gerir það í færslu sem hann birtir á Facebokk-síðu sinni. „Það var ekki rétt af mér í ræðustól Alþingis að vitna til orðróms sem hefur verið í gangi – enda hef ég ekki lagt slíkt í vana minn,“ segir Jón í færslunni. „Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála.“ Jón segist hafa kallað eftir því að umræddur orðrómur yrði skoðaður þar sem að um alvarlegt mál væri að ræða ef hann reynist sannur. Það hafi hins vegar ekki hvarflað að honum að ásaka neinn um að hafa þegið mútur. „Mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent