„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 09:01 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ í næstum því tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira