Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:30 Hvar er Íslendingurinn? Erlendir leikmenn eru mjög áberandi í íslensku deildinni í dag og það er ekki að fara breytast. Vísir/Bára Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira