Við vorum að semja við „einn eftirsóttasta leikmann heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 09:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í leik með SC Magdeburg á móti Füchse Berlin. Getty/Ronny Hartmann Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var með samning við SC Magdeburg til ársins 2025 en hann og þýska félagið hans hafa komið sér saman um að framlengja samninginn til ársins 2028. Gísli Þorgeir verður því á samning hjá Magdeburg næstu fimm árin eða þar til að hann er orðinn 28 ára gamall. Gísli kom til Magdeburgar frá Kiel árið 2020 en var óheppinn með axlarmeiðsli á fyrstu árum sínum. Honum tókst með dugnaði og vinnu að komast yfir þau og hefur á síðustu árum komist í hóp bestu leikmanna liðsins. Gísli hefur þannig átt mikinn þátt í titlum Magdeburgar á síðustu árum en liðið hefur bæði unnið þýska meistaratitilinn sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. „Við erum mjög ánægð með að ná að framlengja við Gísla sem er líklega einn eftirsóttasti leikmaður heims. Við gengum frá þessu snemma og náðum langtímasamningi,“ sagði Bennet Wiegert, þjálfari SC Magdeburg, í frétt um samninginn á heimasíðu Magdeburgar. „Hann hefur tekið risastökk fram á við á síðasta eina og hálfa ári, hefur ótrúlegan sprengikraft og er án efa einn af bestu leikstjórnendum og sóknarmönnum í boltanum í dag. Þessi samningur við hann eru enn ein tímamótin fyrir framtíð SCM,“ sagði Wiegert. Gísli Þorgeir er sjálfur ánægður með að vera í Magdeburg næstu fimm árin. ´„Hér hjá SCM þá hef ég allt sem ég þarf og það sem gerir mig ánægðan; frábært lið, mjög gott þjálfarateymi og svo fær ég gæsahúð á hverjum heimaleik þökk sé okkar stórkostlegu stuðningsmönnum. Það gerir mig enn ánægðari að gera framlengt samninginn minn um þrjú ár til viðbótar,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Þýski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Gísli Þorgeir verður því á samning hjá Magdeburg næstu fimm árin eða þar til að hann er orðinn 28 ára gamall. Gísli kom til Magdeburgar frá Kiel árið 2020 en var óheppinn með axlarmeiðsli á fyrstu árum sínum. Honum tókst með dugnaði og vinnu að komast yfir þau og hefur á síðustu árum komist í hóp bestu leikmanna liðsins. Gísli hefur þannig átt mikinn þátt í titlum Magdeburgar á síðustu árum en liðið hefur bæði unnið þýska meistaratitilinn sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. „Við erum mjög ánægð með að ná að framlengja við Gísla sem er líklega einn eftirsóttasti leikmaður heims. Við gengum frá þessu snemma og náðum langtímasamningi,“ sagði Bennet Wiegert, þjálfari SC Magdeburg, í frétt um samninginn á heimasíðu Magdeburgar. „Hann hefur tekið risastökk fram á við á síðasta eina og hálfa ári, hefur ótrúlegan sprengikraft og er án efa einn af bestu leikstjórnendum og sóknarmönnum í boltanum í dag. Þessi samningur við hann eru enn ein tímamótin fyrir framtíð SCM,“ sagði Wiegert. Gísli Þorgeir er sjálfur ánægður með að vera í Magdeburg næstu fimm árin. ´„Hér hjá SCM þá hef ég allt sem ég þarf og það sem gerir mig ánægðan; frábært lið, mjög gott þjálfarateymi og svo fær ég gæsahúð á hverjum heimaleik þökk sé okkar stórkostlegu stuðningsmönnum. Það gerir mig enn ánægðari að gera framlengt samninginn minn um þrjú ár til viðbótar,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Þýski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira