Líklegt byrjunarlið Íslands: Fáum forystu aftast Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:30 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur inn eftir leikbann. Getty/Robbie Jay Barratt Ísland mætir Liechtenstein í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2024 í Vaduz á morgun. Liðinu gekk ekki vel í fyrsta leik í Bosníu á fimmtudagskvöld og tapaði 3-0. Áhugavert verður að sjá hvort miklar breytingar verði á byrjunarliði liðsins á morgun. Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira