UEFA rannsakar meinta spillingu og mútugreiðslur Barcelona Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. mars 2023 14:30 Knattspyrnufélagið Barcelona er svo gott sem búið að vinna 1. deildina á Spáni í ár, en 4 ár eru liðin frá þeirra síðasta deildarmeistaratitli. Endurreisn félagsins gerist þó í skugga ásakana um mútur og spillingu. Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á 17 ára tímabili. Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt. Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt.
Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira