Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 00:34 Eins og sést á myndinni voru vegfarendur í mikilli fjarlægð þegar sprengingin varð. Einn gaskútanna þeyttist um hundrað metra frá byggingunni, í átt að vegfarendunum. Skjáskot Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30