„Við þurfum að ná í þrjú stig þar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2023 07:01 Hákon Arnar með boltann í leiknum í gær. Vísir/Getty „Við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Bosníu í gærkvöld. Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu