Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Árni Jóhannsson skrifar 23. mars 2023 20:22 Viðar Örn gat leyft sér að fagna glæstum sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. „Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“ Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
„Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“
Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00