Þjóðverjar sækjast eftir þjónustu spútnikstjörnu LA Lakers liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 15:31 Austin Reaves er rosalega grimmur í því að keyra á körfuna. Hann hefur tekið 31 víti í síðustu tveimur leikjum Los Angeles Lakers. AP/Mark J. Terrill Austin Reaves er kallaður Hillbilly Kobe og hann er að lífga vel upp á leik Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Reaves fékk tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og svaraði með því að skora 25 stig og gefa 11 stoðsendingar. Hann frammistaða átti mikinn þátt í því að Lakers vann 122-111 sigur á Phoenix Suns. Austin Reaves hafði skoraði 35 stig af bekknum í sigurleik á Orlando Magic í leiknum á undan. Malik Beasley varð því að víkja úr byrjunarliðinu og Reaves kom inn með flottum árangri. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Reaves kom sér meðal annars þrettán sinnum á vítalínuna og hitti úr sextíu prósent skota sinna. Hann var líka aðeins með tvo tapaða bolta á móti ellefu stoðsendingum. Hinn 24 ára gamli Reaves er nú með 12,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu en framlag hans hefur verið dýrmætt í fjarveru LeBrons James. Í marsmánuði hefur hann hækkað þessar tölur upp í 17,7 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Reaves hefur líka vakið athygli fyrir utan Bandaríkin því nú berast fréttir af því að þýska körfuboltasambandið vilji fá hann til að spila fyrir þýska landsliðið á HM í haust. Reaves er sagður þegar hafa rætt þennan möguleika við Dennis Schröder sem er þýskur landsliðsmaður og liðsfélagi hans hjá Lakers. Reaves fékk þýskt ríkisfang á síðasta ári en amma hans er frá Þýskalandi. Spencer bróðir hans er líka með þýskt ríkisfang og spilar fyrir þýska liðið Brose Bamberg. NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Reaves fékk tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og svaraði með því að skora 25 stig og gefa 11 stoðsendingar. Hann frammistaða átti mikinn þátt í því að Lakers vann 122-111 sigur á Phoenix Suns. Austin Reaves hafði skoraði 35 stig af bekknum í sigurleik á Orlando Magic í leiknum á undan. Malik Beasley varð því að víkja úr byrjunarliðinu og Reaves kom inn með flottum árangri. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Reaves kom sér meðal annars þrettán sinnum á vítalínuna og hitti úr sextíu prósent skota sinna. Hann var líka aðeins með tvo tapaða bolta á móti ellefu stoðsendingum. Hinn 24 ára gamli Reaves er nú með 12,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu en framlag hans hefur verið dýrmætt í fjarveru LeBrons James. Í marsmánuði hefur hann hækkað þessar tölur upp í 17,7 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Reaves hefur líka vakið athygli fyrir utan Bandaríkin því nú berast fréttir af því að þýska körfuboltasambandið vilji fá hann til að spila fyrir þýska landsliðið á HM í haust. Reaves er sagður þegar hafa rætt þennan möguleika við Dennis Schröder sem er þýskur landsliðsmaður og liðsfélagi hans hjá Lakers. Reaves fékk þýskt ríkisfang á síðasta ári en amma hans er frá Þýskalandi. Spencer bróðir hans er líka með þýskt ríkisfang og spilar fyrir þýska liðið Brose Bamberg.
NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira