Þú getur haft áhrif María Rós Kaldalóns skrifar 23. mars 2023 08:31 Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér .
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar