Bjarni: Við vorum bara ekki þátttakendur í þessum leik Siggeir Ævarsson skrifar 22. mars 2023 22:40 Bjarni Magnússon var ósáttur með sitt lið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir þungt tap hans kvenna í Njarðvík í kvöld í Subway-deildinni, lokatölur 84-68. „Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira