Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 12:00 Sævar Atli Magnússon Vísir/Valur Páll Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira