Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 12:00 Sævar Atli Magnússon Vísir/Valur Páll Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira