Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 12:57 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að Kína og Rússland eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísir/Vilhelm Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52