Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 12:57 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að Kína og Rússland eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísir/Vilhelm Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52