Handbolti

Erlingur: Pavel Miskevich átti sinn besta leik fyrir ÍBV

Andri Már Eggertsson skrifar
Erlingur Richardsson var ánægður með sigur á ÍR-ingum
Erlingur Richardsson var ánægður með sigur á ÍR-ingum Vísir/Diego

ÍBV vann sannfærandi sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með annan sigur Eyjamanna í röð.

„Við skoruðum 35 mörk sem var flott. Fengum 28 mörk á okkur sem var allt í lagi líka. Bæði lið byrjuðu að spila illa varnarlega en okkur tókst að þétta varnarleikinn og markvarslan var frábær í kvöld,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson um frammistöðu ÍBV. 

Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan jöfn. ÍBV datt síðan í gang og skoraði sex mörk í röð. Erlingur var sammála um að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum.

„Eftir þennan kafla vorum við með forystuna en lentum í vandræðum í byrjun seinni hálfleiks og ÍR minnkaði forskotið niður í þrjú mörk. Okkur tókst síðan að komast aftur 5-6 mörkum yfir og þá var þetta komið en maður má aldrei hætta of snemma.“

 

Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, varði aðeins eitt skot á fyrstu tíu mínútunum en eftir það varði hann mjög vel og endaði með 16 varða bolta.

„Já þetta var besti leikur hans fyrir ÍBV enda annar heili leikurinn hans sem var gaman að sjá og hann stimplaði sig allavega inn í þessum leik,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×