Hafðu samband ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undirmönnuð) Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir skrifar 20. mars 2023 08:31 Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun