„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“ Atli Arason skrifar 19. mars 2023 21:30 Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Diego. Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. „Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
„Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15