Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 18:00 Willum Þór Willumsson og félagar fagna. Twitter@GAEagles Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór hóf leik dagsins á varamannabekknum en var sendur inn á þegar tæpur hálftími var til stefnu, staðan þá 1-1. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Willum Þór það sem hann var sendur inn af bekknum til að gera, skilaði boltanum í netið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú. 90+4' - !!!Willum Willumsson krijgt de bal in het strafschopgebied voor zijn voeten en schiet ijskoud de 1-2 binnen!#UTRGAE 1-2 pic.twitter.com/ZK5JWLNe0m— Go Ahead Eagles (@GAEagles) March 18, 2023 Nýliðar G. A. Eagles lyfta sér þar með upp í 11. sæti deildarinnar með 29 stig að loknum 25 leikjum. Orri Steinn byrjaði einnig á bekknum í dag en hann er á láni hjá Sønderjyske frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. Atli Barkarson var hins vegar í byrjunarliði Sønderjyske og spilaði allan leikinn. Gestirnir í Nykobing leiddu 1-0 í hálfleik og var Orri Steinn sendur á vettvang til að jafna metin. Það gerði hann þegar sex mínútur voru til leiksloka og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Orri Óskarssons første scoring i lyseblåt skabte eufori på tribunen - desværre rakte det kun til det ene point . Nu sættes alle kræfter ind på en slutspurt i slutspillet Flere fotos på Insta-kanalen pic.twitter.com/kyHTpOFO3c— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 18, 2023 Um var að ræða síðasta leik hefðbundinnar deildarkeppni. Endar Sønderjyske í 4. sæti með 35 stig, níu stigum á eftir Hvidovre sem situr í 2. sæti deildarinnar. Efstu sex liðin munu nú spila tvöfalda umferð og að henni lokinni kemur í ljós hvaða lið hafa unnið sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór hóf leik dagsins á varamannabekknum en var sendur inn á þegar tæpur hálftími var til stefnu, staðan þá 1-1. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Willum Þór það sem hann var sendur inn af bekknum til að gera, skilaði boltanum í netið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú. 90+4' - !!!Willum Willumsson krijgt de bal in het strafschopgebied voor zijn voeten en schiet ijskoud de 1-2 binnen!#UTRGAE 1-2 pic.twitter.com/ZK5JWLNe0m— Go Ahead Eagles (@GAEagles) March 18, 2023 Nýliðar G. A. Eagles lyfta sér þar með upp í 11. sæti deildarinnar með 29 stig að loknum 25 leikjum. Orri Steinn byrjaði einnig á bekknum í dag en hann er á láni hjá Sønderjyske frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. Atli Barkarson var hins vegar í byrjunarliði Sønderjyske og spilaði allan leikinn. Gestirnir í Nykobing leiddu 1-0 í hálfleik og var Orri Steinn sendur á vettvang til að jafna metin. Það gerði hann þegar sex mínútur voru til leiksloka og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Orri Óskarssons første scoring i lyseblåt skabte eufori på tribunen - desværre rakte det kun til det ene point . Nu sættes alle kræfter ind på en slutspurt i slutspillet Flere fotos på Insta-kanalen pic.twitter.com/kyHTpOFO3c— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 18, 2023 Um var að ræða síðasta leik hefðbundinnar deildarkeppni. Endar Sønderjyske í 4. sæti með 35 stig, níu stigum á eftir Hvidovre sem situr í 2. sæti deildarinnar. Efstu sex liðin munu nú spila tvöfalda umferð og að henni lokinni kemur í ljós hvaða lið hafa unnið sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti