Byssusýning á Stokkseyri um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 12:16 Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri, sem er í forsvari fyrir byssusýninguna um helgina. Sýningin er opin frá 11:00 til 18:00, laugardag og sunnudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera í Veiðisafninu á Stokkseyri um helgina því þar stendur yfir byssusýning þar sem úrval skotvopna og búnaðar til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði er til sýnis. Eigandi Veiðisafnsins segir að konur séu að koma mjög öflugar inn í skotveiðina. Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri Árborg Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri
Árborg Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira