Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 11:45 Tómas Valur Þrastarson er einn af betri varnarmönnum deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Diego Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta. „Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum