Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2023 18:50 Albert Brynjar Ingason er ekki sáttur með Arnar Þór Viðarsson. Stöð 2/Getty Images Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts. Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu, var ekki valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Arnar Þór hafði áður ekki valið Albert í landsliðshóp Íslands vegna hugarfars leikmannsins. Að þessu sinni sagði Arnar Þór það vera „vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins.“ Fyrr í dag gaf Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir Alberts, út yfirlýsingu um stöðu sonar síns í landsliðinu. Albert Brynjar lét svo gamminn geisa í þætti dagsins af Dr. Football. Þar fór hann yfir atburðarás undanfarinna mánuði. Af ummælum Alberts Brynjar má ætla að hann hafi rætt við frænda sinn um málið oftar en einu sinni. Hafði þó ekki viljað tjá sig um það, fyrr en nú. „Hlið Arnars Þórs hefur bara verið í umræðunni þannig ég ætla að fara yfir þessa atburðarás og eigna mér míkrafóninn. Það er komið að þolmörkum hjá mér,“ sagði Albert Brynjar og hóf einræðu sína. „Tekinn fyrir á myndbandsfundi“ Albert Brynjar segir að þetta hafi byrjað í verkefni síðasta sumar þar sem frændi hans kom lítið við sögu. Þá tóku landsliðsþjálfarar Albert fyrir á myndbandsfundi liðsins. „Albert er tekinn fyrir, drullað yfir hann fyrir að fara inn á völlinn þegar hann er að spila sem kantmaður. Þau sem fylgjast með Alberti hjá félagsliðum vita að hann gerir það, hann leitar inn á miðsvæðið.“ „Í kjölfarið fer Albert á fund með þjálfurunum og segist vilja fá tækifæri miðsvæðis þar sem hann telur að hæfileikar sínir nýtist best. Hann fær hart nei og að hann líti of stórt á sig, sé of góður með sig. Þarna fer þjálfarinn í persónuna, ekki leikmanninn.“ Albert var í kjölfarið með hangandi haus og pirraður á æfingu. Hann viðurkennir það alveg segir Albert Brynjar. „Tekur það alveg á sig. Þjálfarinn tekur æfinguna upp og boðar fund eftir hana þar sem búið er að klippa Albert til. Hann spyr svo hvort einhver sjái eftir þessari æfingu. Tekur Albert fyrir. Í kjölfarið spilar Albert ekkert á móti Albaníu og aðeins tvær mínútur gegn Ísrael.“ „Reyna að búa til þá stöðu að þar sem hann þarf ekki að velja hann“ Albert var svo ekki í hópnum sem Arnar Þór valdi síðasta september. Þjálfarinn sagðist ósáttur með hugarfar leikmannsins. „Nokkrum tímum áður en sá hópur er kynntur hringir Arnar og segir Alberti þetta, að hann sé ósáttur við hugarfar hans. Arnar Þór endar símtalið á að segja að Albert ætti að hringja í hann og láta vita ef hann myndi gefa kost á sér. Hann er að reyna að búa til stöðu þar sem hann þarf ekki að velja hann. Albert segir: Nei, ég þarf þess ekki því ég gef alltaf kost á mér og þú veist það.“ „Hugarfarið hjá Alberti er að reyna að finna lendingu sem myndi nýtast liðinu vel og vera svo ósáttur við að spila lítið. Arnar hendir út hugarfari og segir svo ekkert meira því það væri ekki faglegt. En að setja út á hugarfar atvinnumanns og láta fólk fylla upp í eyðurnar. Er það faglegt?“ Í kjölfarið fór Albert Brynjar yfir símtalið sem Arnar Þór og Albert áttu fyrir komandi verkefni. „Umræðan var mikil og Arnar hringir í Albert. Hann opnar símtalið á að segjast vera svekktur út í hann fyrir að hafa ekki hringt. Þeir ræða svo þetta komandi verkefni.“ „Albert spyr hvort hann sé með eitthvað hlutverk. Arnar viðurkennir að svo sé líklega ekki í fyrri leiknum en kannski í þeim seinni. Albert útskýrir þá sína stöðu, með félagsliði og fjölskyldu. Hann á mánaðargamalt barn sem hann hefur bara hitt í hálfan sólarhring og tveggja ára gamlan strák. Hann myndi frekar forgangsraða því í þetta skiptið.“ „Það virtist vera skilningur á því frá þjálfaranum sem segir við Albert að hann ætli að vinna þetta með fjölmiðlafulltrúa. Hvað gerir Arnar þá? Segir að Albert sé ekki tilbúinn að vera í liðinu á forsendum liðsins. Að hann vilji bara vera í hópnum ef hann er byrjunarliðsmaður. Það er ekki rétt, það eru ekki forsendur Alberts.“ „Landsliðþjálfarinn hafði tækifæri til að segja að Albert væri ekki með vegna fjölskylduástæðna eða aftur ræðst hann á persónuna. Setur út á Albert sem liðsmann og sem landsliðsmann. Þetta er í annað skipti sem Arnar Þór hendir leikmanninum undir rútuna. Hann virðist vera að búa til umhverfi þar sem hann þarf ekki að velja Albert.“ „Arnar Þór veit að forsendur Alberts eru aðallega fjölskyldan. Hann missti af fæðingu barns síns. Þegar ég hitti Albert þá sagði hann mér að símtalið hefði gengið vel. En mér finnst staðan þannig að Arnar Þór vill ekki nota hann og ég held að Albert vilji ekki spila undir hans stjórn. Fyrir mitt leyti er það staða sem Arnar bjó til.“ „Sem þjálfari áttu að geta verið með hóp af mismunandi persónuleikum og tæklað þá. Hvor er búinn að vera faglegri í þessu? Leikmaðurinn sem hefur ekkert tjáð sig eða þjálfarinn sem setur út á hugarfar leikmanns opinberlega og lætur ekkert fylgja með.“ „Albert er krefjandi, hann er ekki já-maður og er með sínar skoðanir“ „Leikmaður er að setjast niður með þjálfara og segir að hann muni nýtast betur ef hann fær að fara miðsvæðið. Arnar vill hafa kantmennina sína út við línu. Að svarið sé að þú lítir of stórt á þig og þú sért of góður með þig. Ég hef sagt það áður, ég held að Arnar fýli ekki persónuna. Albert er krefjandi, hann er ekki já-maður og er með sínar skoðanir. Menn með skoðanir hafa ekki fengið að lifa lengi í landsliðinu.“ „Albert finnur sig best í holunni. Hann er tekinn fyrir á fundi því hann fer inn á völlinn sem kantari. Þá finnst mér allt í lagi að fara á fund og spyrja; Ef ég má ekki gera það, er séns að fá tækifæri á miðjunni?“ „Ég fullyrði að persónan Albert Guðmundsson er persóna sem Arnar Þór vill ekki hafa í sínum hóp. Vegna frammistöðu Alberts með Genoa var sett pressa á Arnar Þór að hringja í leikmanninn en honum langaði ekkert að hafa hann þarna.“ „Í marga mánuði er landsliðsþjálfarinn búinn að setja út á hugarfar leikmanns án þess að láta nokkuð fylgja með. Arnar Þór er einnig búinn að setja út á heiðurs Alberts sem landsliðsmanns. Hvernig geta samræður á milli leikmanns og landsliðsþjálfara ekki bara verið þeirra á milli?“ Við erum farnir í árshátíðarferð.Dr. Football mætir næsta á þriðjudag. Verður svo án landamæra á miðvikudag, Doc Xtra á fimmtudag og Vikulok á föstudegi. https://t.co/HEKUE2rzIk— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 17, 2023 „Spurði aldrei hvort hann væri að fara að byrja“ „Hann spurði aldrei hvort hann væri að fara að byrja. Vildi bara að vita hvort hann yrði í einhvers konar hlutverki þar sem hann er bara búinn hitta nýfætt barn sitt í hálfan sólarhring.“ „Það getur líka spilað inn í hvernig síðustu mánuðir hafa spilast, hvernig Arnar Þór hefur sett út á hans hugarfar og hann sem atvinnumann. Þessir fundir, það er búið að taka hann tvisvar sinnum fyrir. Það er búið að klippa myndband af honum á æfingu þegar Arnar veit nákvæmlega af hverju hann var pirraður á æfingunni.“ „Hann gat tekið hann einn á einn og spjallað við hann. Hann þurfti ekki að sýna öllum hópnum, þeir vissu ekkert hvað hafði gerst áður.“ „Ég sit ekki hérna og segi að Albert eigi að vera í byrjunarliðinu eða að byggja eigi liðið í kringum hann. En ef hann er ekki í hópnum, þá er algjör óþarfi að fara í persónuna. Það er það eina sem við biðjum um,“ sagði Albert Brynjar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu, var ekki valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Arnar Þór hafði áður ekki valið Albert í landsliðshóp Íslands vegna hugarfars leikmannsins. Að þessu sinni sagði Arnar Þór það vera „vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins.“ Fyrr í dag gaf Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir Alberts, út yfirlýsingu um stöðu sonar síns í landsliðinu. Albert Brynjar lét svo gamminn geisa í þætti dagsins af Dr. Football. Þar fór hann yfir atburðarás undanfarinna mánuði. Af ummælum Alberts Brynjar má ætla að hann hafi rætt við frænda sinn um málið oftar en einu sinni. Hafði þó ekki viljað tjá sig um það, fyrr en nú. „Hlið Arnars Þórs hefur bara verið í umræðunni þannig ég ætla að fara yfir þessa atburðarás og eigna mér míkrafóninn. Það er komið að þolmörkum hjá mér,“ sagði Albert Brynjar og hóf einræðu sína. „Tekinn fyrir á myndbandsfundi“ Albert Brynjar segir að þetta hafi byrjað í verkefni síðasta sumar þar sem frændi hans kom lítið við sögu. Þá tóku landsliðsþjálfarar Albert fyrir á myndbandsfundi liðsins. „Albert er tekinn fyrir, drullað yfir hann fyrir að fara inn á völlinn þegar hann er að spila sem kantmaður. Þau sem fylgjast með Alberti hjá félagsliðum vita að hann gerir það, hann leitar inn á miðsvæðið.“ „Í kjölfarið fer Albert á fund með þjálfurunum og segist vilja fá tækifæri miðsvæðis þar sem hann telur að hæfileikar sínir nýtist best. Hann fær hart nei og að hann líti of stórt á sig, sé of góður með sig. Þarna fer þjálfarinn í persónuna, ekki leikmanninn.“ Albert var í kjölfarið með hangandi haus og pirraður á æfingu. Hann viðurkennir það alveg segir Albert Brynjar. „Tekur það alveg á sig. Þjálfarinn tekur æfinguna upp og boðar fund eftir hana þar sem búið er að klippa Albert til. Hann spyr svo hvort einhver sjái eftir þessari æfingu. Tekur Albert fyrir. Í kjölfarið spilar Albert ekkert á móti Albaníu og aðeins tvær mínútur gegn Ísrael.“ „Reyna að búa til þá stöðu að þar sem hann þarf ekki að velja hann“ Albert var svo ekki í hópnum sem Arnar Þór valdi síðasta september. Þjálfarinn sagðist ósáttur með hugarfar leikmannsins. „Nokkrum tímum áður en sá hópur er kynntur hringir Arnar og segir Alberti þetta, að hann sé ósáttur við hugarfar hans. Arnar Þór endar símtalið á að segja að Albert ætti að hringja í hann og láta vita ef hann myndi gefa kost á sér. Hann er að reyna að búa til stöðu þar sem hann þarf ekki að velja hann. Albert segir: Nei, ég þarf þess ekki því ég gef alltaf kost á mér og þú veist það.“ „Hugarfarið hjá Alberti er að reyna að finna lendingu sem myndi nýtast liðinu vel og vera svo ósáttur við að spila lítið. Arnar hendir út hugarfari og segir svo ekkert meira því það væri ekki faglegt. En að setja út á hugarfar atvinnumanns og láta fólk fylla upp í eyðurnar. Er það faglegt?“ Í kjölfarið fór Albert Brynjar yfir símtalið sem Arnar Þór og Albert áttu fyrir komandi verkefni. „Umræðan var mikil og Arnar hringir í Albert. Hann opnar símtalið á að segjast vera svekktur út í hann fyrir að hafa ekki hringt. Þeir ræða svo þetta komandi verkefni.“ „Albert spyr hvort hann sé með eitthvað hlutverk. Arnar viðurkennir að svo sé líklega ekki í fyrri leiknum en kannski í þeim seinni. Albert útskýrir þá sína stöðu, með félagsliði og fjölskyldu. Hann á mánaðargamalt barn sem hann hefur bara hitt í hálfan sólarhring og tveggja ára gamlan strák. Hann myndi frekar forgangsraða því í þetta skiptið.“ „Það virtist vera skilningur á því frá þjálfaranum sem segir við Albert að hann ætli að vinna þetta með fjölmiðlafulltrúa. Hvað gerir Arnar þá? Segir að Albert sé ekki tilbúinn að vera í liðinu á forsendum liðsins. Að hann vilji bara vera í hópnum ef hann er byrjunarliðsmaður. Það er ekki rétt, það eru ekki forsendur Alberts.“ „Landsliðþjálfarinn hafði tækifæri til að segja að Albert væri ekki með vegna fjölskylduástæðna eða aftur ræðst hann á persónuna. Setur út á Albert sem liðsmann og sem landsliðsmann. Þetta er í annað skipti sem Arnar Þór hendir leikmanninum undir rútuna. Hann virðist vera að búa til umhverfi þar sem hann þarf ekki að velja Albert.“ „Arnar Þór veit að forsendur Alberts eru aðallega fjölskyldan. Hann missti af fæðingu barns síns. Þegar ég hitti Albert þá sagði hann mér að símtalið hefði gengið vel. En mér finnst staðan þannig að Arnar Þór vill ekki nota hann og ég held að Albert vilji ekki spila undir hans stjórn. Fyrir mitt leyti er það staða sem Arnar bjó til.“ „Sem þjálfari áttu að geta verið með hóp af mismunandi persónuleikum og tæklað þá. Hvor er búinn að vera faglegri í þessu? Leikmaðurinn sem hefur ekkert tjáð sig eða þjálfarinn sem setur út á hugarfar leikmanns opinberlega og lætur ekkert fylgja með.“ „Albert er krefjandi, hann er ekki já-maður og er með sínar skoðanir“ „Leikmaður er að setjast niður með þjálfara og segir að hann muni nýtast betur ef hann fær að fara miðsvæðið. Arnar vill hafa kantmennina sína út við línu. Að svarið sé að þú lítir of stórt á þig og þú sért of góður með þig. Ég hef sagt það áður, ég held að Arnar fýli ekki persónuna. Albert er krefjandi, hann er ekki já-maður og er með sínar skoðanir. Menn með skoðanir hafa ekki fengið að lifa lengi í landsliðinu.“ „Albert finnur sig best í holunni. Hann er tekinn fyrir á fundi því hann fer inn á völlinn sem kantari. Þá finnst mér allt í lagi að fara á fund og spyrja; Ef ég má ekki gera það, er séns að fá tækifæri á miðjunni?“ „Ég fullyrði að persónan Albert Guðmundsson er persóna sem Arnar Þór vill ekki hafa í sínum hóp. Vegna frammistöðu Alberts með Genoa var sett pressa á Arnar Þór að hringja í leikmanninn en honum langaði ekkert að hafa hann þarna.“ „Í marga mánuði er landsliðsþjálfarinn búinn að setja út á hugarfar leikmanns án þess að láta nokkuð fylgja með. Arnar Þór er einnig búinn að setja út á heiðurs Alberts sem landsliðsmanns. Hvernig geta samræður á milli leikmanns og landsliðsþjálfara ekki bara verið þeirra á milli?“ Við erum farnir í árshátíðarferð.Dr. Football mætir næsta á þriðjudag. Verður svo án landamæra á miðvikudag, Doc Xtra á fimmtudag og Vikulok á föstudegi. https://t.co/HEKUE2rzIk— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 17, 2023 „Spurði aldrei hvort hann væri að fara að byrja“ „Hann spurði aldrei hvort hann væri að fara að byrja. Vildi bara að vita hvort hann yrði í einhvers konar hlutverki þar sem hann er bara búinn hitta nýfætt barn sitt í hálfan sólarhring.“ „Það getur líka spilað inn í hvernig síðustu mánuðir hafa spilast, hvernig Arnar Þór hefur sett út á hans hugarfar og hann sem atvinnumann. Þessir fundir, það er búið að taka hann tvisvar sinnum fyrir. Það er búið að klippa myndband af honum á æfingu þegar Arnar veit nákvæmlega af hverju hann var pirraður á æfingunni.“ „Hann gat tekið hann einn á einn og spjallað við hann. Hann þurfti ekki að sýna öllum hópnum, þeir vissu ekkert hvað hafði gerst áður.“ „Ég sit ekki hérna og segi að Albert eigi að vera í byrjunarliðinu eða að byggja eigi liðið í kringum hann. En ef hann er ekki í hópnum, þá er algjör óþarfi að fara í persónuna. Það er það eina sem við biðjum um,“ sagði Albert Brynjar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira