Ein og hálf milljón manns vildu miða á fyrsta leik heimsmeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 16:00 Lionel Messi er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari Getty/ Chris Brunskill Skiljanlega er gríðarlega mikill áhugi á heimsmeistaraliði Argentínumanna enda fór öll argentínska þjóðin á annan endann þegar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 36 ár í desember síðastliðnum. Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira