Ein og hálf milljón manns vildu miða á fyrsta leik heimsmeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 16:00 Lionel Messi er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari Getty/ Chris Brunskill Skiljanlega er gríðarlega mikill áhugi á heimsmeistaraliði Argentínumanna enda fór öll argentínska þjóðin á annan endann þegar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 36 ár í desember síðastliðnum. Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira