Henry orðaður við kvennalandslið Frakklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 15:31 Thierry Henry gæti verið að taka við franska kvennalandsliðinu. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur verið orðaður við stöðu þjálfara franska kvennalandsliðsins. Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm og er nafn Henry meðal þeirra sem nefnd hafa verið til sögnnar. Hinn 45 ára gamli Henry lék með Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum sem leikmaður. Vann hann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009. Henry lék einnig 123 landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 51 mörk. Varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri Henry sér að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari belgíska karlandsliðsins frá 2016 til 2018 og aftur frá 2021 til 2022. Í milli tíðinni þjálfaði hann Monaco sem og Montreal Impact í Bandaríkjunum. Pour succéder à Diacre à la tête des Bleues, la FFF rêve de Henry et a auditionné Gourvennec https://t.co/hMQbKpO6iV pic.twitter.com/Vlbw2D5JTT— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 16, 2023 Nú virðist sem Henry gæti verið að færa sig yfir í kvennaboltann. Knattspyrnusamband Frakklands ákvað að reka Corinne Diacre nýverið eftir að margir af reynslumestu leikmönnum liðsins kvörtuðu yfir stjórnarháttum hennar. Ekki nóg með að Diacre hafi fengið sparkið heldur fékk Noël Le Graët, forseti franska sambandsins, það einnig. Frakkland er í 5. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið fór alla leið í undanúrslit á EM síðasta sumar en féll úr leik gegn Þýskalandi. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31 Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42 Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56 Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Henry lék með Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum sem leikmaður. Vann hann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009. Henry lék einnig 123 landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 51 mörk. Varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri Henry sér að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari belgíska karlandsliðsins frá 2016 til 2018 og aftur frá 2021 til 2022. Í milli tíðinni þjálfaði hann Monaco sem og Montreal Impact í Bandaríkjunum. Pour succéder à Diacre à la tête des Bleues, la FFF rêve de Henry et a auditionné Gourvennec https://t.co/hMQbKpO6iV pic.twitter.com/Vlbw2D5JTT— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 16, 2023 Nú virðist sem Henry gæti verið að færa sig yfir í kvennaboltann. Knattspyrnusamband Frakklands ákvað að reka Corinne Diacre nýverið eftir að margir af reynslumestu leikmönnum liðsins kvörtuðu yfir stjórnarháttum hennar. Ekki nóg með að Diacre hafi fengið sparkið heldur fékk Noël Le Graët, forseti franska sambandsins, það einnig. Frakkland er í 5. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið fór alla leið í undanúrslit á EM síðasta sumar en féll úr leik gegn Þýskalandi.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31 Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42 Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56 Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31
Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42
Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56
Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31