Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 06:49 Dómsmálaráðherra segir umboðsmann á mörkunum. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. „Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira