„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2023 07:30 Kári segist vera bjartsýnn og spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst 23.mars. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira