Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2023 08:01 Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun