KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 14:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og hennar stjórn fóru að mati KV ekki eftir settum reglum þegar Ægi var úthlutað sæti í Lengjudeild vegna brotthvarfs Kórdrengja. Vísir/Hulda Margrét Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“ KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“
„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“
KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira