Peningahljóð út af stjórnarfundi FIFA í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 12:30 Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum í fyrra. Getty/Alex Livesey Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni. Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a> FIFA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a>
FIFA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki