Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 16:28 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að greiða 5,5 milljarða í arð þar sem fyrirtækið skilaði 8,4 milljarða hagnaði. Meðlimir í stjórninni eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið. OR Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal Orkumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal
Orkumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira