Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 16:28 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að greiða 5,5 milljarða í arð þar sem fyrirtækið skilaði 8,4 milljarða hagnaði. Meðlimir í stjórninni eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið. OR Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal Orkumál Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal
Orkumál Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira