Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir liggur í grasinu eftir samskipti sín við Wendie Renard á síðasta Evrópumóti. Getty/Marcio Machado Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. Wendie Renard gefur nú aftur kost á sér í franska landsliðið eftir að landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre var rekin á dögunum. Renard hafði áður gefið það út að hún myndi ekki gefa kost á sér og ástæðan væri til að verja andlega heilsu sína. Wendie Renard ready to play for France again after Corinne Diacre s sacking https://t.co/jeGArL5Ahv— The Guardian (@guardian) March 14, 2023 Franskir fjölmiðlar segja að ástæðan hafi í raun verið deilur á milli landsliðsfyrirliðans og landsliðsþjálfarans. Eftir að Renard hætti við að spila á HM í sumar þá bættust framherjarnir öflugu Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani einnig í hópinn henni til stuðnings. Það var því ljóst að franska landsliðið yrði án þriggja lykilleikmanna ef ekki yrðu breytingar í þjálfarasætinu. Diacre neitaði að hætta með liðið þrátt fyrir utanaðkomandi pressu og endaði því á því að vera rekin. Það er ekki búið að ráða nýjan landsliðsþjálfara en hann ætti að hafa úr sínu besta liði að velja. „Það er undir viðkomandi þjálfara að velja landsliðið og þá mig ef ég spila vel fyrir mitt félag. En af hverju ekki að koma til baka? Ég elska búninginn og vil gera allt til að vinna titil í honum,“ sagði Wendie Renard í útvarpsviðtali við Europa 1 en Reuters segir frá. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Wendie Renard gefur nú aftur kost á sér í franska landsliðið eftir að landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre var rekin á dögunum. Renard hafði áður gefið það út að hún myndi ekki gefa kost á sér og ástæðan væri til að verja andlega heilsu sína. Wendie Renard ready to play for France again after Corinne Diacre s sacking https://t.co/jeGArL5Ahv— The Guardian (@guardian) March 14, 2023 Franskir fjölmiðlar segja að ástæðan hafi í raun verið deilur á milli landsliðsfyrirliðans og landsliðsþjálfarans. Eftir að Renard hætti við að spila á HM í sumar þá bættust framherjarnir öflugu Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani einnig í hópinn henni til stuðnings. Það var því ljóst að franska landsliðið yrði án þriggja lykilleikmanna ef ekki yrðu breytingar í þjálfarasætinu. Diacre neitaði að hætta með liðið þrátt fyrir utanaðkomandi pressu og endaði því á því að vera rekin. Það er ekki búið að ráða nýjan landsliðsþjálfara en hann ætti að hafa úr sínu besta liði að velja. „Það er undir viðkomandi þjálfara að velja landsliðið og þá mig ef ég spila vel fyrir mitt félag. En af hverju ekki að koma til baka? Ég elska búninginn og vil gera allt til að vinna titil í honum,“ sagði Wendie Renard í útvarpsviðtali við Europa 1 en Reuters segir frá.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira