Körfubolti

„KR þarf að viðurkenna mistökin sem voru gerð“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Darri Freyr Atlason

Eitt sigursælasta lið íslenskrar íþróttasögu er fallið úr efstu deild en það varð ljóst í nítjándu umferð Subway deildarinnar í körfubolta í síðustu viku þegar KR féll úr deildinni.

Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari KR, var gestur Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld ásamt Jóni Halldóri Eðvaldssyni og ræddu þeir meðal annars um þessi risastóru tíðindi.

„Að einhverju leyti er þetta bara léttir. Það er búið að vera svo langur aðdragandi að þessu og nú er þetta bara búið og fólk getur farið að einbeita sér að einhverri uppbyggingu,“ segir Darri sem þekkir vel til í Vesturbænum enda uppalinn KR-ingur og fyrrum þjálfari liðsins.

„Það er mikilvægt fyrir KR að fara ekki í einhvern ef og hefði leik heldur viðurkenna mistökin sem hafa verið gerð og finna hluti sem hægt hefði verið að gera betur,“ segir Darri og heldur áfram.

„Ég er ekki að benda fingrum á neinn. Leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur félagsins og allir sem koma að einhverri ákvörðunartöku þurfa að taka ábyrgð og viðurkenna að það hafi ekki tekist að gera það sem átti að gera.“

Umræðuna um KR í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Darri Freyr um að KR sé fallið

Tengdar fréttir

„Þú ert bara ekki að dekka neinn“

Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar.

Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR

KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×