Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld þar sem nítjánda umferðin í Subway deildinni var gerð upp.
Framlengingin er fastur liður í Körfuboltakvöldi þar sem farið er yfir stærstu málefni líðandi stundar í körfuboltahreyfingunni á Íslandi.
Umræðuefni Framlengingarinnar
Í hvaða liði er besta stemningin?
Afnám þriggja ára reglunnar
Ef þið mættuð velja ykkur þjálfara til að aðstoða?
Hvað hefur komið ykkur mest á óvart í vetur?
Hvora tvennuna tækjuð þið?