Fjallað hefur verið um umdeilda förðun og búninga leikara Íslensku óperunnar í uppsetningu á verkinu Madame Butterfly og svokallað yellow face leikara gagnrýnt. Boðað var til mótmæla við fyrir utan Hörpu í kvöld á meðan sýningu stóð.
Mótmælendum var að vísu meinað að mótmæla inni í Hörpunni.
Breytingar gerðar og kveðst reiðubúin í samtal
Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri segir að breytingar hafi verið gerðar á sýningunni eftir umræðuna. Förðun hafi verið tónuð niður og einhverjar hárkollur teknar úr sýningunni sem dæmi. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Steinunn segist ætla að boða mótmælendur til samtals.
„Ég vona að það verði uppbyggjandi, af því að þetta eru svo stórar spurningar. Hvar liggur línan á því hvaða kynþáttum má líkja eftir? Eru sumir kynþættir sem má líkja eftir og aðrir ekki? Þetta er eitthvað sem við getum ekki sett okkur í spor annarra með, af því að við tilheyrum þessum forréttindakynþætti. Þannig ég vil gjarnan spjalla við þetta fólk á uppbyggjandi hátt,“ segir Steinunn.
