„Finnur vill að ég skjóti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2023 23:30 Kristófer Acox er leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. „Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40