Chad Ramey leiðir eftir fyrsta dag á Players en McIlroy byrjaði hræðilega Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 23:35 Chad Ramey lék fyrsta hringinn frábærlega. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey er í forystu eftir fyrsta hring á Players mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira