„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 14:30 Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundinum. VÍSIR/VILHELM Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“ Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“
Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira