„Hún er algjör jaxl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 07:00 Lucie gengur með sitt þriðja barn en það stoppar hana ekki í lyftingunum. Vísir/Sigurjón Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková keppti í Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Lucie ber barn undir belti. Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“ Kraftlyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“
Kraftlyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira