Sex ráðherrar ekki leyst vandann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 16:41 Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður Félags íslenska listdansara. Aðsend/Listdansskóli Íslands Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma. Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma.
2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn)
Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira