„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Benedikt Guðmundsson hlustar á einn af reynsluboltum sínum í leikhléi hjá Njarðvíkurliðinu. Vísir/Diego Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira