McIlroy er helsti gagnrýnandi LIV en varð að viðurkenna eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 16:01 Rory McIlroy á blaðamannafundinum fyrir Players mótið. Getty/Richard Heathcote Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur verið í fararbroddi í gagnrýninni á nýju LIV mótaröðina í Sádí-Arabíu en hann verður samt að viðurkenni að hún hafi í raun gert góða hluti fyrir bestu kylfinga heims. McIlroy gagnrýndi harðlega þá kylfinga sem létu freistast og stukku frá PGA yfir í LIV en þar voru þeir svo sannarlega að elta peningana. Forráðamenn LIV hafa boðið þeim gull og græna skóga fyrir að koma yfir. Rory McIlroy says LIV Golf has forced the PGA Tour to change its "antiquated system" for the "benefit of professional golf at a high level" #BBCGolf— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) March 7, 2023 Gagnrýnendur segja meðal annars að LIV mótaröðin sé tilraun til að hreina orðspor Sádí-Arabíu. Þeir kylfingar sem hafa tekið tilboð Sádana hafa í kjölfarið verið settir á svartan lista hjá PGA. Mega ekki taka þátt í risamótunum. McIlroy ræddi LIV mótaröðina á blaðamannafundi fyrir Players mótið sem er í þessari viku. Hann viðurkenndi þar að samkeppnin við PGA hafi gert lífið betra fyrir bestu kylfingana. Verðlaunaféð hefur hækkað í stærstu mótunum og þá verða einnig aðrar breytingar á mótaröðinni á næstu árum. „Ég ætla ekki að sitja hér og ljúga. Ég tel að uppkoma LIV, samkeppnisaðila PGA mótaraðarinnar, hafi verið gott fyrir alla sem spila golf sem atvinnumenn,“ sagði Rory McIlroy en BBC á Norður-Írlandi segir frá. „Þetta hefur kallað á nýjungar á PGA mótaröðinni. Þar hefur verið gamaldags kerfi en nú er það farið að líta út fyrir að við séum á 21. öldinni,“ sagði McIlroy. LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy gagnrýndi harðlega þá kylfinga sem létu freistast og stukku frá PGA yfir í LIV en þar voru þeir svo sannarlega að elta peningana. Forráðamenn LIV hafa boðið þeim gull og græna skóga fyrir að koma yfir. Rory McIlroy says LIV Golf has forced the PGA Tour to change its "antiquated system" for the "benefit of professional golf at a high level" #BBCGolf— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) March 7, 2023 Gagnrýnendur segja meðal annars að LIV mótaröðin sé tilraun til að hreina orðspor Sádí-Arabíu. Þeir kylfingar sem hafa tekið tilboð Sádana hafa í kjölfarið verið settir á svartan lista hjá PGA. Mega ekki taka þátt í risamótunum. McIlroy ræddi LIV mótaröðina á blaðamannafundi fyrir Players mótið sem er í þessari viku. Hann viðurkenndi þar að samkeppnin við PGA hafi gert lífið betra fyrir bestu kylfingana. Verðlaunaféð hefur hækkað í stærstu mótunum og þá verða einnig aðrar breytingar á mótaröðinni á næstu árum. „Ég ætla ekki að sitja hér og ljúga. Ég tel að uppkoma LIV, samkeppnisaðila PGA mótaraðarinnar, hafi verið gott fyrir alla sem spila golf sem atvinnumenn,“ sagði Rory McIlroy en BBC á Norður-Írlandi segir frá. „Þetta hefur kallað á nýjungar á PGA mótaröðinni. Þar hefur verið gamaldags kerfi en nú er það farið að líta út fyrir að við séum á 21. öldinni,“ sagði McIlroy.
LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira