Samfellt kuldakast í vændum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 19:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/SteingrímurDúi Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft. „Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira
„Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira