Íslensk söngkona kynnir Svía fyrir hjónabandssælu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 09:01 Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Helga María Ragnarsdóttir opnaði á dögunum kaffihús í bænum Piteå í norðurhluta Svíþjóð þar sem hún býður heimamönnum meðal annars upp á íslenskar kræsingar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“ Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Sjá meira
Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“
Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Sjá meira