Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 07:01 Flestir eigendur fjarlægðu hjólhýsi sín af svæðinu síðasta haust. Enn á eftir að fjarlægja fimmtán hjólhýsi. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23
Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01