Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. mars 2023 10:00 Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun